Fara í efni

Íþróttaskóli 5 ára leikskólabarna

Íþróttaskóli Gróttu býður elsta árgangi leikskólabarnanna Seltjarnarness kennslu í þeim greinum sem Grótta bíður upp á þ.e. knattspyrna, handbolti og fimleikar. Lögð er áhersla á að æfingarnar séu einfaldar og skipulagðar þar sem allir fá verkefni við sitt hæfi.

Nemendur íþróttaskóla GróttuHópurinn á leið í íþróttahúsið 

Íþróttaskóli Gróttu býður elsta árgangi leikskólabarnanna Seltjarnarness kennslu í þeim greinum sem Grótta bíður upp á það er knattspyrna, handbolti og fimleikar. Lögð er áhersla á að æfingarnar séu einfaldar og skipulagðar þar sem allir fá verkefni við sitt hæfi.

Íþróttagreinarnar eru ólíkar þannig að fjölbreytnin er mikil. Í boltagreinunum er áhersla á leiki í svokölluðu boltaformi ásamt því að farið er í einfaldar tækniæfingar með bolta. Í fimleikunum er áhersla lögð á einfaldar gólfæfingar svo sem kollhnís og einfaldar samhæfingar, einnig verður farið í hópleiki.

Nemendur íþróttaskóla GróttuHópurinn byrjaður í fyrsta tímanum 

Íþróttaskólinn hófst nú í byrjun febrúar og er þetta fjórða árið sem leikskólabörnin njóta þessara tíma. Kennslan hefur mælst afar vel fyrir hjá börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólanna.

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?