Upplýsingabæklingi um fjármál og rekstur Seltjarnarnesbæjar á árinu 2008 er verið að dreifa í öll hús á Seltjarnarnesi bæjarbúum til upplýsingar.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 var samþykkt samhljóða við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness síðari hluta desembermánaðar sl.
Fjárhagsáætlun undirstirikar góðan rekstur bæjarsjóðs um langt skeið, ekki síst hin síðari ár. Ytri skilyrði hafa verið mjög góð og fjármálastjórn hefur veirð styrk. Reksturinn hefur árum saman skilað góðum afgangi sem hefur verið nýttur til að auka þjónustu við íbúa og ráðast í miklar framkvæmdir án lántöku.
Útsvar á Seltjarnarnesi hefur lækkaði úr 12,35% í 12,10% en í nágrannasveitarfélögunum er útsvarið umtalsvert hærra, eða allt 13,03%. Sömuleiðis lækkar álagningarstuðull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og vatnsskattur. Eftir ofangreinda breytingu verða allir gjaldastuðlar fasteignagjalda auk útsvars þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu sem í senn endurpeglar sterka fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar og vilja bæjaryfirvalda til að láta skattgreiðendur njóta traustrar stöðu og hagfellds rekstrar bæjarsjóðs með lækkun gjalda.
Framkvæmdir ársins verða margvíslegar. Skólalóð Mýrarhúsaskóla verður stækkuð og betrumbætt, byggð verða stúka og vallarhús við gervigrasvöll og keyptur nýr tækjabúnaður við sundlaug. Haldið verður áfram átaki í gatna- og gangstéttagerð, auk þess sem gengið verður frá landmótun við Suðurströnd. Þá verður ráðist í byggingu fjölnota lækningaminjasafns og menningarseturs við Nesstofu í samvinnu við menntamálaráðuneytið, Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur og Þjóðminjasafnið. Þá er áformað að koma upp upplýsingabrunnum á nokkrum stöðum í bænum á þessu ári. Um er að ræða snertiskjái með fróðleik um sögu, menningarminjar, náttúrufar sem og staðháttarupplýsingum um Seltjarnarnes.