Fara í efni

Stjórn Lækningaminjasafns tekur til starfa á Seltjarnarnesi

Stjórn Lækningaminjasafns Íslands tók til starfa síðla síðasta ár. Í stjórninni sitja fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Sunneva Hafsteinsdóttir bæjarfulltrúi. Fyrir hönd Þjóðminjasafns situr Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður en Atli Þór Ólason og Sigurbjörn Sveinsson fyrir Læknafélag Íslands.

Stjórn Lækningaminjasafns Íslands tók til starfa síðla síðasta ár. Í stjórninni sitja fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Sunneva Hafsteinsdóttir bæjarfulltrúi. Fyrir hönd Þjóðminjasafns situr Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður en Atli Þór Ólason og Sigurbjörn Sveinsson fyrir Læknafélag Íslands.

LækningaminjasafnLækningaminjasafnið mun rísa á safnasvæði Seltjarnarness við Nesstofu. Hönnunarsamkeppni fór fram um safnhúsið árið 1996 og voru það Yrki arkitektar eða þær Ásdís Helga Ágústsdóttir og Sólveig Berg Arkitekt sem unnu keppnina.

Helstu verkefni stjórnarinnar á næstu misserum eru fullnaðarhönnun byggingarinnar, undirbúningur framkvæmda og ráðning safnstjóra.

Bygging og rekstur Lækningaminjasafns Íslands er samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar, menntamálaráðuneytis, Þjóðminjasafns Íslands, Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags Íslands.

Safnið mun gegna hlutverki miðstöðvar safnastarfsemi á sviði lækna- og heilbrigðisvísinda auk þess að bera ábyrgð á söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á þeim munum og minjum sem snerta sögu lækninga á Íslandi.

Byggingin mun að auki nýtast undir aðra menningartengda starfssemi Seltjarnarnesbæjar sem annast rekstur og stjórn safnsins þegar starfsemi þess hefst í nýju húsnæði.

Lækningaminjasafn mun starfa í samræmi við safna- og þjóðminjalög.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?