Fara í efni

Dagforeldrar á námskeiði um slysavarnir og fyrstu hjálp.

Dagforeldrar á Seltjarnarnesi sóttu námskeið í slysavörnum og fyrstu hjálp, ásamt dagforeldrum á Akranesi og í Mosfellsbæ. Á námskeiðinu var farið yfir helstu öryggisatriði varðandi lítil börn og fyrstu hjálp á slysstað

Dagforeldrar á námskeiðiDagforeldrar á Seltjarnarnesi sóttu námskeið í slysavörnum og fyrstu hjálp, ásamt dagforeldrum á Akranesi og í Mosfellsbæ. Á námskeiðinu var farið yfir helstu öryggisatriði varðandi lítil börn og fyrstu hjálp á slysstað.

Góður rómur var gerður að fræðslunni og tóku dagforeldrar virkan þátt í æfingum og tilraunum sem gerðar voru.

Samvinna hefur verið á milli sveitarfélaganna um námskeið fyrir dagforeldra og má þar nefna námskeið um "Þroskaverkefni fyrir lítil börn" og um "Málþroska og málörvun", sem haldið var á síðasta ári. Fyrirhugað er að halda áfram samstarfi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?