Fara í efni

Árleg Jónsmessuganga

Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var farin í gærkvöldi í brakandi sólskini og blíðu

Á fjórða hundrað manns tók þátt í göngunni. Gengið var eftir Norðurströndinni og út að Gróttu með fyrrverandi bæjarstjóra Sigurgeir Sigurðssyni í broddi fylkingar. Sigurgeir sagði frá því sem fyrir augu bar og lumaði á skemmtilegum sögum og fróðleiksmolum um Nesið sem mörgum var ókunnugt um.

BPicture_046Þá bauð Hitaveita Seltjarnarness upp á þjóðlegar veitingar við hákarlaskúrinn. Að lokum var fjölmennt við brennu þar sem Bjarki Harðarson spilaði á harmonikku og Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar stýrði fjöldasöng.

BPicture_148Gestir gengu heim á leið, glaðir í bragði og mun fróðari um Seltjarnarnesið en áður, þegar sólin var enn hátt á lofti á þessari einstaklega fallegu Jónsmessunótt.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?