Allir þeir nemendur sem sóttu um störf hjá Vinnuskóla Seltjarnarness fengu vinnu í sumar. Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar hefur umsjón með vinnuskólanum og segir hann vel sóttan í ár.
Allir þeir nemendur sem sóttu um störf hjá Vinnuskóla Seltjarnarness fengu vinnu í sumar.
Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar hefur umsjón með vinnuskólanum og segir hann vel sóttan í ár. Hún segir ungmennin almennt dugleg og jákvæð gagnvart garðyrkjuvinnunni, enda hefur Seltjarnarnesið tekið stakkaskiptum eftir að vinnuskólinn hóf störf snemmsumars. Nemendur eru helst í almennum garðyrkjustörfum s.s. gróðursetningur, snyrtingu beða, slætti og hirðingu. Einhverjir mála leiktæki og grindverk þar sem þarf. Nóg er um að vera og störfin fjölbreytileg.