Fara í efni

Vinnuskóli Seltjarnarness vel sóttur í sumar

Allir þeir nemendur sem sóttu um störf hjá Vinnuskóla Seltjarnarness fengu vinnu í sumar. Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar hefur umsjón með vinnuskólanum og segir hann vel sóttan í ár.

Allir þeir nemendur sem sóttu um störf hjá Vinnuskóla Seltjarnarness fengu vinnu í sumar.

Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar hefur umsjón með vinnuskólanum og segir hann vel sóttan í ár. Hún segir ungmennin almennt dugleg og jákvæð gagnvart garðyrkjuvinnunni, enda hefur Seltjarnarnesið tekið stakkaskiptum eftir að vinnuskólinn hóf störf snemmsumars. Nemendur eru helst í almennum garðyrkjustörfum s.s. gróðursetningur, snyrtingu beða, slætti og hirðingu. Einhverjir mála leiktæki og grindverk þar sem þarf. Nóg er um að vera og störfin fjölbreytileg.

Vinnuskólinn 2008

Vinnuskólinn 2008

Vinnuskólinn 2008




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?