Fara í efni

Nýr framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar

Ólafur Melsteð landslagsarkitekt hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ráðninguna formlega í ágúst. Ólafur tekur við af Einari Norðfjörð sem gegnt hefur starfinu af alúð og ósérhlífni í 34 ár, Einar flyst í annað starf að eigin ósk.

Ólafur MelsteðÓlafur Melsteð landslagsarkitekt hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ráðninguna formlega í ágúst. Ólafur tekur við af Einari Norðfjörð sem gegnt hefur starfinu af alúð og ósérhlífni í 34 ár, Einar flyst í annað starf að eigin ósk.

Ólafur lauk M.S. prófi frá Universität Paderborn í Þýskalandi en lokaverkefnið fjallaði um skipulag vestursvæða á Seltjarnarnesi. Ólafur hefur starfað að fjölmörgum skipulags- og hönnunarverkefnum fyrir sveitarfélög s.s. Keflavíkurbæ, Grindavíkurbæ, Akureyrarbæ, Garðabæ og Reykjavíkurborg. Þá hefur hann unnið að umhverfisskipulagi hjá fyrirtækjum eins og Delta í Hafnarfirði og Pharmaco í Garðabæ, auk þess að hafa skipulagt fjölda einka-, sumarbústaða- og fjölbýlishúsalóða. Síðast starfaði Ólafur hjá Skipulagsstofnun þar sem hann vann m.a. að yfirferð og mati á aðla- og deiliskipulagi, einnig situr hann í starfshóp sem ríkisstjórn Íslands skipaði um flóð og flóðahættu.

Alls voru 7 umsækjendur um stöðuna en Capacent annaðist ráðningarferlið. Ólafur hefur störf hjá Seltjarnarnesbæ á haustmánuðum.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?