Fara í efni

Nesstofa opnuð

Nesstofa var opnuð sl. laugardag með pompi og prakt að viðstöddu fjölmenni. Bæjarstjóri Seltjarnarness Jónmundur Guðmarsson og Þjóminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir klipptu á borðann og sögðu frá uppruna Nesstofu og þeim tilgangi sem hún þjónaði þá og nú.

Margrét Hallgrímsdóttir og Jónmundur GuðmarssonMargrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri opna Nesstofu (c) 2008 Ellen Calmon

Nesstofa var opnuð sl. laugardag með pompi og prakt að viðstöddu fjölmenni. Bæjarstjóri Seltjarnarness Jónmundur Guðmarsson og Þjóminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir klipptu á borðann og sögðu frá uppruna Nesstofu og þeim tilgangi sem hún þjónaði þá og nú.

Bæjarstjórinn sagði Nesstofu menningarsögulega perlu og að hann hefði „...þá sýn að með  tíð og tíma muni Nesstofa og Lækningaminjasafn Íslands, sem rísa mun norðantil á næstu mánuðum verða sannkölluð lyftistöng  fyrir bæjarlífið í margvíslegum skilningi – menningarmiðstöð, safn, áningarstaður útvistarfólks, fræðslusetur og Við opnun Nesstofuvettvangur rannsókna á sögu lækninga á Íslandi.  Ég veit að Seltirningar allir eru bæði stoltir og þakklátir fyrir traustið sem felst í því að fá Nesstofu til umsjár og varðveislu og við  munum kosta kapps um að halda merki hennar og staðarins á lofti bæði innanlands og á heimsvísu”.

Fjölmargir komu að verkefninu, menntamálaráðherra, Þjóðminjasafn Íslands sem hafði samstarf við húsafriðunarnefnd, Þorstein Gunnarsson arkitekt og samtök lækna. Augustinus Fonden í Danmörku hefur lagt heilmikið fé í endurbæturnar og fylgst með verkefninu í svefni sem vöku. Bæjaryfirvöld þakka öllum þeim sem að verkinu komu, ekki síst iðnaðarmönnum og starfsfólki Seltjarnarnesbæjar.

Við opnun Nesstofu




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?