Fara í efni

Hverfagæsla Seltjarnarnesbæjar mælist vel fyrir

Í nýlegri þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Seltjarnarnesbæ kemur fram mikil ánægja með hverfagæslu sem bæjaryfirvöld höfðu frumkvæði að fyrir nokkrum misserum.

Aukin öryggistilfinning íbúa

Í nýlegri þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Seltjarnarnesbæ kemur fram mikil ánægja með hverfagæslu sem bæjaryfirvöld höfðu frumkvæði að fyrir nokkrum misserum. Eftir að hverfagæslunni var komið á hefur ánægja íbúa sífellt aukist, og má nú segja nánast alla íbúa hlynnta hverfagæslunni. Að sama skapi hefur öryggistilfinning íbúa aukist og telja einungis 3% íbúa sig óörugga með tilliti til glæpa í hverfum þeirra.

Meginmarkmið hverfagæsluverkefnisins, sem hófst í október 2005, er að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum. Vel hefur tekist til með verkefnið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur innbrotum á Seltjarnarnesi fækkað verulega eftir að hverfagæslunni var komið á. Hverfagæslan er hugsuð sem stuðningur bæjarfélagsins við störf lögreglunnar, en hún felst í því að bílar frá öryggisgæslufyrirtækinu aka um hverfi bæjarins eftir ákveðnu skipulagi og líta eftir eignum bæjarbúa. Bílarnir eru sérmerktir hverfagæslu og því fer ekki á milli mála hvert erindi þeirra er.

Nánari upplýsingar veitir Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri í síma 5959 100


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?