Fara í efni

Er vinnustaðurinn þinn fjölskylduvænn? Er jafnrétti kynjanna virt þar?

Samkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar mun Bæjarstjórn Seltjarnarness veita einu sinni á hverju kjörtímabili viðurkenningu til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og / eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

JafnréttisnefndSamkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar mun Bæjarstjórn Seltjarnarness veita einu sinni á hverju kjörtímabili viðurkenningu til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og / eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

Send hafa verið bréf til fyrirtækja og stofnana á Seltjarnarnesi þar sem óskað er eftir tilnefningum. Bréfið er bæði sent stjórnendum og trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Eru allir hvattir til þess að svara erindinu en frestur til þess rennur út 12. desember n. k.

Skila skal inn umsóknum á þar tilgerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á rafrænu Seltjarnarnesi - Tilnefning til jafnréttisviðurkenningar 2008. Til hliðsjónar er hægt að nýta sér gátlista/spurningalista og jafnréttisáætlun Sletjarnarnesbæjar.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?