Fara í efni

Sameiginlegur fræðsludagur skóla á Seltjarnarnesi

Sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 2. október sl. Fyrri hluti dagsins var helgaður aðbúnaði og ofbeldi gegn börnum og mikilvægi þess að þeir sem vinna með börn og unglinga fá sem skýrasta mynd af hættunum sem víða leynast í samfélaginu.

Sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 2. október sl.

Ólöf Á FarestveitFyrri hluti dagsins var helgaður aðbúnaði og ofbeldi gegn börnum og mikilvægi þess að þeir sem vinna með börn og unglinga fá sem skýrasta mynd af hættunum sem víða leynast í samfélaginu. Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og forstöðumaður Barnahúss hélt fyrirlestur á fræðsludeginum um einkenni og afleiðingar ofbeldisflokkana fjóra; kynferðislegt, líkamlegt, andlegt og vanræksla. Þá fór hún einnig yfir hvernig barnaverndarkerfið og réttarvörslukerfið eru uppbyggð. Hvernig ber að tilkynna mál til barnaverndar og mikilvægi þess að hafa verklagsreglur á vinnustöðum. Erindi Ólafar Ástu var upplýsandi og þörf upprifjun fyrir alla þá sem starfa með börnum.

Sigríður Björnsdóttir annar stofnandi samtakanna Blátt áfram kom á fræðsludaginn og sagði frá forvarnarverkefnum samtakanna. Þar ræddi hún m.a. um; Hvernig er hægt að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum.  Hver eru merkin? Af hverju börnin segja ekki frá. Hvernig og af hverju á ég að tala um þetta við börnin.

Síðari hluti dagsins var helgaður umhverfis og náttúruvernd sbr. Staðardagskrá 21. Þá mætti Stefán Gíslason frá skrifstofu Staðardagskrár 21 í Borgarnesi og fór yfir helstu þætti verkefnisins. Stefán fjallaði um fyrirmyndir og frumkvöðla í umhverfisvernd sem hvatningu í þeim efnum í skólasamfélaginu.

Fræðsludagur skóla 2008




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?