Menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar hefur lagt lokahönd á mótun menningarstefnu Seltjarnarness. Stefnan var unnin í góðu samráði við bæjarbúa en fyrstu skrefin voru tekin á svokölluðu menningarmóti
Menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar hefur lagt lokahönd á mótun menningarstefnu Seltjarnarness. Stefnan var unnin í góðu samráði við bæjarbúa en fyrstu skrefin voru tekin á svokölluðu menningarmóti sem haldið var fyrir nokkrum misserum. Þar var bæjarbúum boðið að koma fram með hugmyndir um hvert þeir vildu að bærinn stefndi í menningarmálum. Þar komu meðal annars fram hugmyndir um að stuðlað verði að virku menningarstarfi milli allra aldurshópa og að ungu fólki verði gefinn kostur á að stunda listræna sköpun undir handleiðslu fagfólks.
Stefnan hefur verið borin í öll hús á Seltjarnarnesi.
Menningastefna Seltjarnarnesbæjar
Menningastefna Seltjarnarnesbæjar 236 kb