Fara í efni

Starfs- og fjárhagsáætlun Fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs 2009 var gefin út í byrjun janúar.

Í áætluninni er rennt yfir helstu verkefni sem unnin voru árinu 2008 og hafa þau tekist vel og mörgum verkum lokið og öðrum verður áfram haldið á nýhöfnu ári.

Í áætluninni er rennt yfir helstu verkefni sem unnin voru árinu 2008 og hafa þau tekist vel og mörgum verkum lokið og öðrum verður áfram haldið á nýhöfnu ári. Þá verður einnig stofnað til nýrra verkefna með það að markmiðið að gera þjónustu og umhverfi bæjarbúa enn betra.

Helstu verkefni og áherslur 2009 verða m.a. umhverfisverkefni bæði í leik- og grunnskóla þar sem Grunnskóli Seltjarnarness stefnir að því að fá umhverfisviðurkenningu Grænfánans á árinu. Mikið hefur verið lagt í að tæknivæða stofnanir bæjarins. Verður áfram haldið með þau verkefni þar sem miðað er að því að væða allar stofnanir þráðlausu neti, ásamt því að undirbúa uppsetningu upplýsingaskjáa í  Grunn- og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Farið verður í umfangsmiklar viðgerðir á skólahúsnæði Valhúsaskóla og undirbúningur verður að endurgerð skólalóðarinnar.

Áfram verður unnið að undirbúningi byggingu Lækningaminjasafns Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands, menntamálaráðuneytið, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur.

Bókasafn Seltjarnarness mun myndast við að vera með uppákomur á safninu bæjarbúum og öðrum til yndisauka og skemmtunar.

Jónsmessugangan árlega verður farin í júní og mun menningarnefnd bæjarins halda utan um hana að vanda. Þá var bæjarlistamaður útnefndur 14. febrúar sl.  og er það Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona.

Fjölskyldudagur Gróttu verður haldinn hátíðlegur eins og venja hefur verið síðustu ár og hefur gestum fjölgað ár frá ári og hefur dagurinn öðlast ákveðinn sess í hjörtum Seltirninga.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?