Fara í efni

Ragnar Jónsson er nýr formaður félagsmálaráðs Seltjarnarness

Ragnar Jónsson varabæjarfulltrúi hefur tekið við formennsku í félagsmálaráði af Berglindi Magnúsdóttur. Ragnar er 39 ára gamall, giftur og á tvö börn.  Hann hefur búið á Seltjarnarnesi frá árinu 2002, en bjó áður í Vesturbæ Reykjavíkur.
Ragnar Jónsson

Ragnar Jónsson varabæjarfulltrúi hefur tekið við formennsku í félagsmálaráði af Berglindi Magnúsdóttur. Ragnar er 39 ára gamall, giftur og á tvö börn.  Hann hefur búið á Seltjarnarnesi frá árinu 2002, en bjó áður í Vesturbæ Reykjavíkur. Ragnar útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands vorið 1990.  Hann hefur starfað í lögreglunni í 18 ár, þar af rannsóknarlögreglumaður frá árinu 1997.  Þá hefur Ragnar einnig starfað mikið að félagsmálum innan lögreglunnar og var sæmdur bronsmerki Landssambands lögreglumanna árið 2007 fyrir þátttöku í félagsmálum.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?