Fara í efni

Samstöðudagur starfsfólks Seltjarnarnesbæjar 2009

Stór hluti starfsfólks Seltjarnarnesbæjar kom saman í Félagsheimilinu á laugardag og vann að samstöðuverkefni sem kallast Samstaða 2009.

Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar á Samstöðudegi

Stór hluti starfsfólks Seltjarnarnesbæjar kom saman í Félagsheimilinu á laugardag og vann að samstöðuverkefni sem kallast Samstaða 2009.

Starfsfólkið skiptist niður í hópa þar sem farið var yfir helstu eiginleika bæjarins og þess að starfa hjá Seltjarnarnesbæ. Starfsfólkið velti fyrir sér kostum og vanköntum og lagði á ráðin um hvernig hver og einn getur lagt sig fram um að gera góða þjónustu framúrskarandi og hvernig má bæta starfsandann.

Dagurinn var gríðarlega skemmtilegur og árangursríkur og er það von bæjaryfirvalda að góður starfsandi leiði af sér enn betri þjónustu og starfsgleði í bænum okkar Seltjarnarnesi.


Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar á Samstöðudegi  Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar á Samstöðudegi


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?