Fara í efni

Íþróttamenn Seltjarnarness árið 2008

Anna Kristín Jensdóttir og Snorri Sigurðsson voru kjörin íþróttamenn Seltjarnarness. Kjörið fór fram þriðjudaginn 10. febrúar sl. í Félagsheimili Seltjarnarness að viðstöddum fjölda manna og var dagskráin með glæsilegra móti.

Anna Kristín Jensdóttir og Snorri Sigurðsson voru kjörin íþróttamenn Seltjarnarness.

Lárus B. Lárusson, Anna Kristín Jensdóttir og Snorri Sigurðsson

Kjörið fór fram þriðjudaginn 10. febrúar sl. í Félagsheimili Seltjarnarness að viðstöddum fjölda manna og var dagskráin með glæsilegra móti.

Tilnefndir voru Aðalheiður Guðjónsdóttir, skíði, Anna Kristín Jensdóttir, sund, Arndís María Erlingsdóttir, handknattleikur, Finnur Ingi Stefánsson, handknattleikur, Guðmundur Bragi Árnason, knattspyrna, Guðmundur Örn Árnason, golf og Snorri Sigurðsson, frjálsar íþróttir.

Anna Kristín Jensdóttir hefur æft sund hjá Íþróttafélagi fatlaðra frá 8 ára aldri og hefur verið með yfir 90% æfingasókn frá upphafi. Hún hefur tekið hröðum framförum í sundíþróttinni og unnið til fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis. Árið 2007 var viðburðaríkt og gott ár hjá Önnu og setti hún fjölda Íslandsmeta ásamt því að vinna sér inn Íslandsmeistaratitla. Þá má geta þess að Anna á eitt Norðurlandamet.

Á árinu 2008 bætti hún Íslandsmetið í 100 m bringusundi þrívegis og í 50 metra bringusundi tvívegis. Hún á nú Íslandsmetin í 100 m bringusundi í 25 metra braut og í 50 metra braut og í 50 metra bringusundi í 25 metra laug í sínum fötlunarflokki.

Árangur hennar í 100 metra bringusundi í hennar fötlunarflokki skipar henna sess meðal tuttugu og fimm bestu sundkappa heims. Anna er nú í úrvalshópi landsliðsnefndar vegna þátttöku í Ólympíuleikunum 2012. Anna Kristín hefur lagt afar hart að sér við æfingar og keppni auk þess að vera góð fyrirmynd ungra og upprennandi íþróttamanna.

Snorri Sigurðsson átti enn eitt ár verulegra framfara og hefur sýnt að hæfileikar hans til að verða millilengdahlaupari á heimsmælikvarða eru fyrir hendi. Snorri varð Íslandsmeistari í 800 metra og 1500 metra hlaupum innanhúss í sínum aldursflokki, flokki drengja 17-18 ára ásamt því að vera í Íslandsmeistarasveit ÍR-drengja í 4x200 metra boðhlaupi innanhúss. Í flokki fullorðinna náði Snorri fimmta sæti í 1500 metra hlaupi á Íslandsmeistaramótinu innanhúss. Utanhúss varð Snorri fimmfaldur Íslandsmeistari í sínum Íþróttamenn 2008 - ungir og efnilegiraldursflokki(17-18 ára drengja) þegar hann sigraði í 800, 1500, 3000 metra og var í sigurssveit ÍR í 4x400 metra boðhlaupi og vann sigur í Víðavangshlaupi Íslands. Í flokki fullorðinna varð Snorri í fjórða sæti í 1500 metra hlaupi á Íslandsmeistaramótinu og í silfursveit ÍR í 4x400 metra boðhlaupi. Árið endaði Snorri með glæsibrag þegar hann setti Íslandsmet innanhúss í 800 metra hlaupi drengja 18 ára og yngri á Áramóti Fjölnis 28. desember og þar með sitt fyrsta Íslandsmet í flokki 17-18 ára drengja. Hann mun keppa í þeim flokki áfram árið 2009. Snorri hefur gæddur miklum hæfileikum til íþróttaiðkunar bæði líkamlegum og sálrænum. Hann æfir af miklu kappi 6-8 sinnum í viku allt árið um kring. Er gríðarlega öflugur keppnismaður, tryggur og hvetjandi í félagahópnum og lifir heilbrigðu og uppbyggilegu lífi.

Íþróttamenn 2008 - ungir og efnilegirÁsamt kjöri íþróttamanns ársins voru viðurkenningar veittar til ungra og efnilegra íþróttamanna fyrir góÍþróttamenn 2008 - landliðsstúlkur - Embla Jóhannesdóttir og Dominiqua Alma Belányiða ástundun og árangur.

Veittar voru viðurkenningar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk sem hefur náð þeim áfanga að leika með unglingalandsliðum eða landsliði sinnar íþróttagreinar.

Veittar voru viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu æskulýðs- og tómstundamála. Einstaklingar þessir eru jákvæðar fyrirmyndir, leiðandi í félagsstarfi og búa yfir góðri samskiptatækni. Æskulýðsverðlaunin hlutu að þessu sinni Þráinn Orri Jónsson formaður nemendaráðs Grunnskóla Seltjarnarness og Gunnhildur Jónsdóttir varaformaður.

Jafnframt hlutu þrjú lið í yngri flokkum Gróttu í handknattleik viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla árið 2008.

 Íþróttamenn 2008 - Íslandsmeistarar 5. flokks Aliða ásamt Jónmundi Guðmarssyni og Lárusi B LárussyniÍþróttamenn 2008 - Íslandsmeistarar 5. flokks Aliða ásamt Jónmundi Guðmarssyni

Íþróttamenn 2008 - Íslandsmeistarar 5. flokks Cliða ásamt Lárusi B LárussyniAð lokum var fimleikadeild Gróttu afhentur afreksstyrkur af formanni Íþrótta- og tómstundaráðs Lárusi B. Lárussyni til áhaldakaupa að upphæð 300.000 kr. Formaður fimleikadeildar veitti styrknum móttöku.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?