Gleði og spenna ríkti í loftinu á opnum degi Tónlistarskóla Seltjarnarness sl. laugardag þar sem ungir piltar börðu á trommur og spurðu hvernig væri að vera frægur trommuleikari.
Gleði og spenna ríkti í loftinu á opnum degi Tónlistarskóla Seltjarnarness sl. laugardag þar sem ungir piltar börðu á trommur og spurðu hvernig væri að vera frægur trommuleikari.
Einhverjir fengu að prófa flautur og önnur hljóðfæri sem kennt er á í Tónlistarskólanum sem var opinn öllum þeim sem vildu kynna sér starf hans.
Þá héldu nemendur tónleika fyrir gesti og gangandi og nutu aðstoðar kennara sinna. Í boði var kaffihlaðborð þar sem svignaði undan kræsingum og á meðan sumir bitu í kanilsnúð sungu aðrir hástöfum eða blésu í lúðra.
Dagurinn var vel sóttur og voru kennarar og nemendur hinir ánægðustu með aðsóknina.