Fara í efni

Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans var haldinn í fyrsta skipti 6. febrúar 2008, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Ákveðið var að halda upp á daginn ár hvert og auka þannig jákvæða umræðu um leikskólann og kynna starfið út á við.

Dagur leikskólans í SólbrekkuDagur leikskólans var haldinn í fyrsta skipti 6. febrúar 2008, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Ákveðið var að halda upp á daginn ár hvert og auka þannig jákvæða umræðu um leikskólann og kynna starfið út á við.

Leikskólarnir á Seltjarnarnesi tóku sig til og héldu daginn hátíðlegan með foreldrum og börnum. Báðir leikskólarnir buðu foreldrum í morgunkaffi. Á Sólbrekku komu foreldrar með sína eigin kaffibolla í tilefni af vistvænni viku og á Mánabrekku komu foreldrar með föt, töskur og annað til að setja í furðufatakistu skólans.

Tókst dagurinn vel og vakti það mikla gleði hjá börnunum að bjóða mömmu, pabba og systkinum í heimsókn í leikskólann.

Dagur leikskólans í Sólbrekku


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?