27.06.2013
Kríuvarpið betra en undanfarin ár
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, fimmtudaginn 27. júní að kríuvarpið á Seltjarnarnesi sé nú með besta móti miðað við undanfarin ár.
27.06.2013
Dreifing á pappírstunnum að hefjast
Nú hefur verið hafist handa við að setja saman nýju pappírstunnunar og er markmiðið að hefja dreifingu á þeim mánudaginn 1. júlí. Dreifingin sjálf tekur ekki meira en 3 vikur.
25.06.2013
Frábær stemning á Jónsmessuhátíð
Á þriðja hundrað manns sóttu Jónsmessuhátíð sem haldin var hátíðleg á Seltjarnarnesi í gær, mánudaginn 24. júní.
24.06.2013
Heilsuhof opnað á Seltjarnarnesi
Systurnar og Seltirningarnir Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur opnuðu nýverið heilsuhofið Systrasamlagið við hlið sundlaug Seltjarnarness.
24.06.2013
Foreldrahátíð Leikskólans
Foreldrahátíð Leikskóla Seltjarnarness var haldin miðvikudaginn 19. júlí síðastliðinn. Mikið fjör var á staðnum og fjöldinn allur af glöðum börnum nutu veitinga og veðurblíðu
20.06.2013
Ábendingar vegna vinnu við deiliskipulag Vestursvæðis að Lindarbraut
Hagsmunaaðilakynning vegna vinnu við deilsikipulag fyrir Vestursvæði að Lindarbraut var haldin 10. júní sl. Hátt í 100 manns mættu á fundinn
19.06.2013
Hundar notaðir við lestrarþjálfun barna
Í dag miðvikudaginn 19. júní verða stofnuð samtökin VIGDÍS –Vinir gæludýra á Íslandi og er fyrsta verkefni þeirra að koma á fót lestrarverkefni þar sem hundar eru í aðalhlutverki.
19.06.2013
Seltjarnarnes - Draumar á Jónsmessu
Hin árlega Jónsmessuhátíð á Seltjarnarnesi fer fram mánudaginn 24. júní kl. 18 - 20
18.06.2013
Engir álftarungar á Bakkatjörn í sumar
Blaðamenn Morgunblaðsins hafa samviskusamlega fylgst með varpi og útungun hjá hinni ástsælu álft Svandísi á Bakkatjörn. Nú berast fregnir af því að Svandís hafi orðið úrkula vonar um að eggin klektust út og því hefur hún yfirgefið varpstaðinn
18.06.2013
Þjóðhátíð í Bakkagarði komin til að vera
Vel á annað þúsund þjóðhátíðargesta fylltu Bakkagarð á sautjánda júní hátíðarhöldum sem fóru fram þar í fyrsta skipti. Góður rómur var gerður að nýrri staðsetningu hátíðarhaldanna, sem undanfarin ár hafa verið á Eiðistorgi, þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta.
14.06.2013
Göngum í skólann
Grunnskóli Seltjarnarness hefur tekið þátt í verkefninu Göngum í skólann frá upphafi og hefur það nú öðlast fastan sess í skólastarfinu bæði haust og vor
13.06.2013
Námskeið fyrir leiðbeinendur vinnuskóla Seltjarnarness
Seltjarnanesbær leggur mikla áherslu á öryggi unglinganna í vinnuskólanum og því er afar mikilvægt að fá tækifæri til þess að hitta leiðbeinendur áður en Vinnuskólinn sjálfur hefst segir Fjóla Guðjónsdóttir forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá.