13.06.2013
Sjóböð og strandferðir
Í Fréttablaðinu í dag er bent á að sjósund nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi og eru taldar upp 11 staðir á landinu, þar á meðal Grótta þar sem aðstæður bjóða upp á slíka iðkun.
12.06.2013
Stefán Magnússon heimsækir Svandísi
Af vef Morgunblaðsins er að finna þessa skemmtilegu frétt af því þegar Stefán Magnússon, vinur Svandísar í tæpan áratug, heimsótti álftarparið og fékk að líta á eggin
11.06.2013
17. júní í Bakkagarði
Í fyrsta skipti um langt skeið verður þjóðhátíðardeginum á Seltjarnarnesi fagnað undir berum himni eða í Bakkagarði. Bakkagarður stendur við Suðurströnd og var sérstaklega hannaður utan um bæjarsamkomur sem þessar, en vel hefur gefist að koma þar saman og fagna tímamótum í skólastarfinu eins og börnin í bænum kannast vel við
03.06.2013
Fimleikakona úr Gróttu með fern gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum
Hin 20 ára gamla Dominiqua Alma Belánýi skaust heldur betur fram á sjónarsviðið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg sem lauk á laugardaginn.
31.05.2013
Tónlistarskóla Seltjarnarness slitið
Tónlistarskóla Seltjarnarness var slitið mánudaginn
27. maí í Seltjarnarneskirkju fyrir fullu húsi.
29.05.2013
Seltjarnarnes skorar hátt í viðhorfskönnun starfsmanna
Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarness hafnaði í 6. sæti meðal borga og bæja með færri en 50 starfsmenn í viðhorfskönnun sem tugþúsundir starfsmanna, bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera, tóku þátt í könnun á viðhorfi fólks til vinnustaðar síns
23.05.2013
Allir námsmenn á Nesinu fá vinnu
Allir námsmenn 14 ára og eldri, sem sóttu um vinnu hjá Seltjarnarnesbæ áður en umsóknarfrestur rann út, fá þar vinnu. Alls er um 360 námsmenn að ræða, þar af 190 nemendur 14-17 ára og 170 nemendur sem eru 18 ára og eldri.
23.05.2013
Fornbílaklúbburinn heimsækir Seltjarnarnes miðvikudagskvöldið 29. maí
Fornbílaklúbbur Íslands er búinn að skipuleggja ökuför um Seltjarnarnes miðvikudagskvöldið 29. maí og eru áhugasamir hvattir til að láta glæsireiðina ekki fram hjá sér fara.
23.05.2013
17. júní í Bakkagarði - Fjáröflunartækifæri
Sú skemmtilega nýbreytni verður á 17. júní hátíðarhöldunum á Seltjarnarnesi í ár að þau verða í fyrsta sinn um langt skeið haldin undir berum himni, eða í Bakkagarði við Suðurströnd
22.05.2013
Endurskoðun á reiðhjóla- og göngustígum á Seltjarnarnesi
Gagnger endurskoðun á göngu- og hjólreiðastígum á Seltjarnarnesi stendur nú yfir hjá bænum. Starfshópur, sem hefur þessi mál til athugunar, undir forystu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra hyggst skila niðurstöðum í september á þessu ári.
16.05.2013
Söfnuðu fyrir Grensás með söng
„Við vorum að hugsa málið og reyna að ákveða lög og þá fann ég þetta lag Önnur sjónarmið, sem ég hef alltaf haldið upp á“, segir söngkonan, tónmenntakennarinn og hinn öflugi kórstjóri Inga Björg Stefánsdóttir, sem stjórar þremur kórum á Seltjarnarnesi.
16.05.2013
Óútskýrðar hringamyndanir rannsakaðar
Nú er hafinn fornleifauppgröftur í landi Ness á Seltjarnarnesi en uppgröfturinn er samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar við námsbraut í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Frá árinu 2010 hefur Seltjarnarnesbær boðið land sitt sem kennsluvettvang fyrir fornleifafræðirannsóknir