Fara í efni

Kríuvarpið betra en undanfarin ár

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, fimmtudaginn 27. júní að kríuvarpið á Seltjarnarnesi sé  nú með besta móti miðað við undanfarin ár. 
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, fimmtudaginn 27. júní að kríuvarpið á Seltjarnarnesi sé  nú með besta móti miðað við undanfarin ár. 

Þar er rætt við Jóhann Óla Hilmarsson fuglafræðing, sem  fylgst hefur með varpinu undanfarin ár. Að sögn Jóhanns Óla er varpið mjög gott ef það er borið saman við varp síðustu fjögurra ára. 

Haft er eftir Jóhanni Óla að töluvert hafi verið um að kríur hafi borið hrognkelsaseiði í þær sem lágu á. Ekki er útséð um hvernig varpinu reiðir af, en þegar eggin klekjast verða kríurnar að finna sandsíli af réttri stærð svo ungarnir komist upp.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?