Fara í efni

Göngum í skólann

Grunnskóli Seltjarnarness hefur tekið þátt í verkefninu Göngum í skólann frá upphafi og hefur það nú öðlast fastan sess í skólastarfinu bæði haust og vor

Göngum í skólann 6b-khGrunnskóli Seltjarnarness hefur tekið þátt í verkefninu Göngum í skólann frá upphafi og hefur það nú öðlast fastan sess í skólastarfinu bæði haust og vor. Komin er nokkur hefð á að gera umferðarfræðslu, ekki síst hjólreiðum og umferðaröryggi hátt undir höfði þessa daga. Við erum einnig komin í gott samstarf við Slysavarnarfélagið Vörðuna, en félagsmenn heimsækja skólann með fræðslu og gefa öllum nemendum endurskinsmerki á haustin en á vorin koma þeir í allar bekkjardeildir og stilla hjálma nemenda með tilheyrandi fræðslustarfi. Þátttakan er alla jafna góð og yfir 90% nemenda koma gangandi eða hjólandi í skólann þessa daga. Þá eru stöðugt fleiri sem ganga eða hjóla nánast allt árið. Í haust var þátttakan 91% í 1.-6. bekk og nú í vor var hún 94 %.

Göngum í skólann 2b-hgEins og vanalega var keppni milli bekkjardeilda um GULLSKÓINN, SILFURSKÓINN og BRONSSKÓINN. Þetta var að að vanda hörð keppni, en sú bekkjardeild sem vinnur fær nafnið sitt skráð á pallinn sem skórinn stendur á og fær skóinn til varðveislu þar til í næstu keppni.

Að þessu sinni voru tvær bekkjardeildir jafnar með 100 % þátttöku. Það voru 6. – KH sem varði titilinn frá haustinu og 2. – HG sem náði þessum frábæra árangri. Sá bekkur gengur nánast alla daga í skólann árið um kring. Silfurskóinn hlaut 4. – LAS og bronsskóinn hlaut 5. – LK. 


Göngum í skólann 4b-las  Göngum í skólann 5b-lk


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?