13.01.2014
Opnun og fimm sýningar framundan í Eiðisskeri
Í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga, verður vorið litríkt að vanda, en á fyrstu sýningu ársins, Draumkennd rými, sýna málararnir Fabienne Davidsson og Ingunn Sigurgeirsdóttir verk sín til föstudagsins 31. janúar.
09.01.2014
Nýr samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Á stjórnarfundi SSH ( Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ) hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
08.01.2014
Íþróttamaður Gróttu 2013
Fanney Hauksdóttir var í gær valin íþróttamaður Gróttu 2013 og Pétur Steinn Þorsteinsson íþróttamaður æskunnar. Sjö einstaklingar voru tilnefndir til kjörs íþróttamanns Gróttu og níu til kjörs íþróttamanns æskunnar
07.01.2014
Sjaldséð stórstraumsfjara
Veðurguðirnir hafa verið iðnir við að sýna margar af sínum grimmu hliðum undanfarnar vikur og daga, en þó hefur rofað til inn á milli.
06.01.2014
Fjölmenni á áramótabrennu
Mikill fjöldi lagði leið sína að áramótabrennu Seltirninga á Valhúsahæðinni á gamlárskvöld en gera má ráð fyrir að um 2000 manns hafi verið á staðnum þegar best lét.
27.12.2013
Seltjarnarnes áfram í Útsvari
Lið Seltjarnarness sigraði lið Borgarbyggðar í Útsvari sem fram fór í sjónvarpssal föstudaginn 20. desember og er því komið áfram í undanúrslit.
19.12.2013
Jólakveðja til þín
Við óskum bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Starfsfólk Seltjarnarnesbæjar
18.12.2013
Seltjarnarneskirkja - Hátíð í bæ
Miðnæturmessa og kántríguðsþjónusta eru meðal þess sem Seltjarnarneskirkja býður upp á um jól og áramót.
18.12.2013
Útsvar í annað sinn
Lið Seltirninga í Útsvari bar sigur úr býtum í fyrstu umferð keppninnar. Liðið mætir því til leiks öðru sinni og eru andstæðingarnir að þessu sinni frá Borgarbyggð. Keppnin verður háð í sjónvarpssal föstudaginn 20. desember.
17.12.2013
Norðurströnd við Eiðistorg opnuð í dag!
Framkvæmdir við lengingu fráveitulagna á Norðurströnd við Eiðistorg, sem staðið hafa yfir í nokkra daga, lýkur í dag, þriðjudag 17. desember og umferð mun færast í rétt horf.