Fara í efni

Íþróttamaður Gróttu 2013

Fanney Hauksdóttir var í gær valin íþróttamaður Gróttu 2013 og Pétur Steinn Þorsteinsson íþróttamaður æskunnar. Sjö einstaklingar voru tilnefndir til kjörs íþróttamanns Gróttu og níu til kjörs íþróttamanns æskunnar
Pétur Steinn Þorsteinsson og Fanney Hauksdóttir

Fanney Hauksdóttir var í gær valin íþróttamaður Gróttu 2013 og Pétur Steinn Þorsteinsson íþróttamaður æskunnar. Sjö einstaklingar voru tilnefndir til kjörs íþróttamanns Gróttu og níu til kjörs íþróttamanns æskunnar. Þrír eftstu í kjöri til íþróttamanns Gróttu vöru: Fanney Hauksdóttir, Dominiqua Alma Benányi og í þríðja sæti varð Aron Lee Du Teitsson. Röð þriggja efstu í kjöri til íþróttamanns æskunnar voru þessi: Pétur Steinn Þorsteinsson, Lovísa Thompson og í þriðja sæti var Þorgeir Bjarki Davíðsson. 


Fanney sigraði á Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar sl. í 63 kg flokki og setti Íslandsmet í flokkinum (100 kg). Hún keppti á Norðurlandamóti unglinga í febrúar sl. og sigraði í 57 kg flokki með samtals 310 kg. Hún setti Íslandsmet í bekkpressu með 107,5 kg og átti tilraun við nýtt Íslandsmet, 112,5 kg. Hún sigraði í 63 kg flokki á Íslandsmótinu í kraftlyftingum í mars sl. og setti hún Íslandsmet í bekkpressu (115 kg) og unglingamet í samanlögðu (340 kg).

Fanney HauksdóttirFanney keppti á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fór í Litháen í vor. Hún hlaut bronsverðlaun í sínum flokki með 115 kg lyftu en sú lyfta tryggði henni jafnframt bronsverðlaun í heildarkeppninni. Fanney er nú í 16. sæti á afrekslista IPF í bekkpressu í opnum flokki - 57 kg, þótt hún sé enn unglingur. Fanney iðkar íþróttina af miklum krafti og æfir reglulega undir stjórn Ingimundar Björgvinssonar þjálfara auk þess að sinna sjálf þjálfun yngri iðkenda í fimleikadeild félagsins. Fanney er mjög reglusöm og góð fyrirmynd fyrir fólk á öllum aldri. 

Pétur Steinn er fæddur árið 1997 og hefur hann æft knattspyrnu með Gróttu frá unga aldri. Pétur Steinn var á eldra ári í 3. flokki á árinu og skoraði 10 mörk í 8 fyrstu leikjum sumarsins. Í júlí var hann tekinn upp í meistaraflokk þar sem hann steig sín fyrstu skref og spilaði 9 leiki með liðinu. 

Pétur Steinn ÞorsteinssonPétur var fastamaður í U-17 ára landsliði Íslands og fór með liðinu á æfingamót í Wales í apríl. Í ágúst var svo komið að Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi en þar stimplaði Gróttu maðurinn ungi sig endanlega inn í liðið, lék nánast hverja einustu mínútu og átti sinn þátt í því að Ísland ynni til bronsverðlauna á mótinu. Pétur Steinn komst ekki með landsliðinu til Rússlands í undankeppni EM í haust vegna meiðsla en hann er staðráðinn í að láta það ekki á sig fá og stimpla sig inn í liðið aftur á nýju ári.

Pétur getur leikið allar stöður framarlega á vellinum en í landsliðinu hefur hann spilað sem hægri bakvörður með góðum árangri. Pétur Steinn er gríðarlega leikinn með boltann, afar snöggur og er nánast jafnvígur með hægri og vinstri. Öllum er ljóst að Pétur er einstaklega hæfileikaríkur knattspyrnumaður en á þessu ári sýndi hann meiri aga, dugnað og vilja en áður og skilaði það honum þeim árangri sem hann náði.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?