Fara í efni

Lionsklúbbur Seltjarnarness gefa leikskólanum spjaldtölvur

Fimmtudaginn 12. desember færði Sigurður H. Engilbertsson formaður Lionsklúbbs Seltjarnarness fyrir hönd félaga sinna í klúbbnum Leikskóla Seltjarnarness 3 spjaldtölfvur að gjöf.

Sigurður H Engilbertsson og Soffía GuðmundsdóttirFimmtudaginn 12. desember færði Sigurður H. Engilbertsson formaður Lionsklúbbs Seltjarnarness fyrir hönd félaga sinna í klúbbnum Leikskóla Seltjarnarness 3 spjaldtölvur að gjöf.

Af því tilefni komu börnin saman í sal skólans og elstu börnin sungu nokkur jólalög við undirleik Sesselju Kristjánsdóttur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Leikskóli Seltjarnarness fær stuðning frá Lionsmönnum því á síðasta ári færðu þeir skólanum einnig 2 spjaldtölvur að gjöf.

LeikskólabörnÞað var hugmynd Ingibjargar Jónsdóttur sérkennslustjóra í LS að leita til Lionsklúbbsins um stuðning til tækjakaupa fyrir skólann en spjaldtölvur henta sérlega vel til sérkennslu.
Einnig eru þær notaðar í skráningar, til gagnaöflunar á netinu og samskipta við foreldra svo fátt eitt sé nefnt.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?