Veðurguðirnir hafa verið iðnir við að sýna margar af sínum grimmu hliðum undanfarnar vikur og daga, en þó hefur rofað til inn á milli.
Veðurguðirnir hafa verið iðnir við að sýna margar af sínum grimmu hliðum undanfarnar vikur og daga, en þó hefur rofað til inn á milli.
Meðfylgjandi mynd var tekinn einn slíkan dag við Gróttu, nánar tiltekið föstudaginn 3. janúar þegar svo bar undir að stórstraumsfjara blasti við vegfarendum, en að sögn þeirra sem til þekkja er langt síðan það hefur verið jafn lágsjávað og þá mátti sjá.
Stórstraumsfjara er það kallað þegar það fjarar hvað mest út, öfugt við stórstreymi þegar sjávarhæð er mjög há.