Fara í efni

Opnun og fimm sýningar framundan í Eiðisskeri 

Í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga, verður vorið litríkt að vanda, en á fyrstu sýningu ársins, Draumkennd rými, sýna málararnir Fabienne Davidsson og Ingunn Sigurgeirsdóttir verk sín til föstudagsins 31. janúar.
Við opnun á sýningunni Draumkennd rými 2013

Í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga, verður vorið litríkt að vanda, en á fyrstu sýningu ársins, Draumkennd rými, sýna málararnir Fabienne Davidsson og Ingunn Sigurgeirsdóttir verk sín til föstudagsins 31. janúar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var fjölmenni við opnun sýningarinnar fimmtudaginn 9. janúar. 


Á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar verður opnuð sýning á ljósmyndum Seltirningsins Friðriks Arnar Hjaltested og 6. mars sýnir listakonan Elín G. Jóhannsdóttir verk unnin í ólíka miðla. Á Hönnunarmars, sem hefst 27. mars, mun Elsa Nielsen hönnuður og málari sýna verk sín í bland við verk annarra í Eiðisskeri, en stærsta sýning vorsins tengist 40 ára afmælisdegi bæjarins en þá leiða saman hesta sína þrír ólíkir myndlistarmenn þær Guðrún Einarsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Síðasta sýningaropnun vorsins verður svo 22. maí en þá sýnir þar ný verk listmálarinn Hulda Hlín Magnúsdóttir.
 Við opnun á sýningunni Draumkennd rými 2013 Við opnun á sýningunni Draumkennd rými 2013

Við opnun á sýningunni Draumkennd rými 2013

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?