Lið Seltirninga í Útsvari bar sigur úr býtum í fyrstu umferð keppninnar. Liðið mætir því til leiks öðru sinni og eru andstæðingarnir að þessu sinni frá Borgarbyggð. Keppnin verður háð í sjónvarpssal föstudaginn 20. desember.
Lið Seltirninga í Útsvari bar sigur úr býtum í fyrstu umferð keppninnar. Liðið mætir því til leiks öðru sinni og eru andstæðingarnir að þessu sinni frá Borgarbyggð. Keppnin verður háð í sjónvarpssal föstudaginn 20. desember.
Liðinu er óskað góðs gengis en það er skipað þeim Karli Pétri Jónssyni ráðgjafa, Sögu Ómarsdóttur viðskiptafræðingi og markaðsfulltrúa hjá Icelandair og Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.
Seltirningar eru hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal og hvetja sitt lið til sigurs.