Fara í efni

Fjölmenni á áramótabrennu

Mikill fjöldi lagði leið sína að áramótabrennu Seltirninga á Valhúsahæðinni á gamlárskvöld en gera má ráð fyrir að um 2000 manns hafi verið á staðnum þegar best lét. 
Áramótabrenna 2013

Mikill fjöldi lagði leið sína að áramótabrennu Seltirninga á Valhúsahæðinni á gamlárskvöld en gera má ráð fyrir að um 2000 manns hafi verið á staðnum þegar best lét. 


Stemningin á staðnum var gríðarleg góð, enda veður lygnt og himinn heiður á þessum lokadegi ársins. Hermann Arason stýrði fjöldasöng af stakri snilld og brennugestir tóku undir af fullri raust. 

Fjöldi gesta lagði síðan leið sína í kirkjuna að lokinni brennu og þáði þar heitt kakó, en kirkjan hefur undanfarin ár staðið fyrir kakóboði við vaxandi vindældir. 





Áramótabrenna 2013 Áramótabrenna 2013

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?