Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi færði á dögunum Íþróttamiðstöð Seltjarnarness sjálfvirkt hjartastuðtæki að gjöf. Bæjarstjóri og framkvæmdarstjóri Íþróttamiðstöðvar veittu tækinu viðtöku en auk þeirra voru fulltrúar frá æskulýðs- og íþróttaráði og slysavarnakonum viðstaddir.
Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi færði á dögunum Íþróttamiðstöð Seltjarnarness sjálfvirkt hjartastuðtæki að gjöf. Bæjarstjóri og framkvæmdarstjóri Íþróttamiðstöðvar veittu tækinu viðtöku en auk þeirra voru fulltrúar frá æskulýðs- og íþróttaráði og slysavarnakonum viðstaddir.
Við sama tækifæri gaf Slysavarnaskóli sjómanna námskeið í notkun tækisins. Hjartastuðtæki af þessari tegund hafa margsannað notagildi sitt og bjargað mannslífum víða um land. Gjöfin var því kærkomin þar sem árlegar heimsóknir í Íþróttamiðstöð skipta tugum þúsunda.