Seltjarnarnesbær hefur samið við Og Vodafone um að bjóða upp á svo kallaðan „heitan reit“ eða þráðlausa háhraða internettengingu, á Bókasafni Seltjarnarness.
Seltjarnarnesbær hefur samið við Og Vodafone um að bjóða upp á svo kallaðan „heitan reit“ eða þráðlausa háhraða internettengingu, á Bókasafni Seltjarnarness.
Þetta frumkvæði gerir gestum með fartölvur mögulegt að vafra um á Internetinu, sýsla með tölvupóst og miðla gögnum sín á milli án fastrar tölvutengingar. Þá er hægt að tengjast skólanetum um vinnuhlið (VPN gátt og TELNET) en þjónustan er án endurgjalds fyrir gesti bókasafnsins.