Skólaskrifstofur Seltjarnarness, Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar hafa á undanförnum árum staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk leikskólanna í sveitarfélögunum.
Skólaskrifstofur Seltjarnarness, Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar hafa á undanförnum árum staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk leikskólanna í sveitarfélögunum.
Á þessu skólaári verður boðið upp á 17 námskeið og fyrirlestra. Fyrsta námskeiðið var haldið sl. fimmtudag en þá fjölmenntu starfsmenn á fyrirlestur Hrafnhildar Sigurðardóttur leikskólafulltrúa á Seltjarnarnesi um "Málörvandi leiki og spil".