Fara í efni

Athafnasvæði við Bygggarða verður íbúabyggð samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi

Samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi Seltjarnarness sem nú er til umfjöllunar og nefndum og stjórnsýslu bæjarins er stefnt að því að reist verði íbúðabyggð við Bygggarða á tímabilinu 2006-2024. Samtals er svæðið sem afmarkað er fyrir nýja íbúðabyggð um 3 hektarar að stærð en gert er ráð fyrir lágreistri, þéttri íbúabyggð.

Breytt aðalskipulag - ByggarðarSamkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi Seltjarnarness sem nú er til umfjöllunar og nefndum og stjórnsýslu bæjarins er stefnt að því að reist verði íbúðabyggð við Bygggarða á tímabilinu 2006-2024. Samtals er svæðið sem afmarkað er fyrir nýja íbúðabyggð um 3 hektarar að stærð en gert er ráð fyrir lágreistri, þéttri íbúabyggð. Gegnið er út frá að hámarksnýtingarhlutfall á svæðinu verði 0,8.

Á grundvelli stefnumörkunar bæjarstjórnar um virkt samráð við íbúa í skipulagsferlinu efndi skipulags- og mannvirkjanefnd bæjarins meðal annars til funda með íbúum á svæðinu annars vegar og hins vegar eigendum og rekstraraðilum fyrirtækja við Bygggarða. Tilgangur fundanna var að kynna málið fyrir hagsmunaaðilum og skapa umræður. Fundirnir voru vel sóttir og ekki annað að heyra en flestum fundargesta litist ágætlega á hugmyndirnar.

Fimmtudaginn 13. október verður opnuð á Eiðistorgi sýning á drögum að aðalskipulagstillögu fyrir Seltjarnarnes. Sýningin stendur til 21. október og verður aðgengileg á opnunartíma Hagkaupa. Þriðjudaginn 18. október verður opinn kynningardagur á Eiðistorgi frá 16-21 þar sem ráðgjafar og fulltrúar úr skipulags- og mannvirkjanefnd verða á staðnum. Á vef Seltjarnarnesbæjar er hægt að nálgast drög að nýju aðalskipulagi á slóðinni www.seltjarnarnes.is/skipulagsmal/.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?