Fara í efni

Fréttir af Selinu

Selið hóf vetrarstarf sitt 19. september eftir stórtæka andlitslyftingu og viðgerðir á húsnæði. Opnunarball var haldið 22. september þar sem hljómsveitirnar Nóbel og Child tróðu upp ásamt DJ-Daða og DJ-Sæma. Mikil og góð stemning var á ballinu enda húsið troðfullt af frábærum unglingum.

Selið hóf vetrarstarf sitt 19. september s.l. eftir stórtæka andlitslyftingu og viðgerðir á húsnæði. Opnunarball var haldið 22. september þar sem hljómsveitirnar Nóbel og Child tróðu upp ásamt DJ-Daða og DJ-Sæma. Mikil og góð stemning var á ballinu enda húsið troðfullt af frábærum unglingum.Opnunarball Selsins

Selið fór í sína árlegu haustferð föstudaginn 23. september. og að þessu sinni var farið í Borgarnes. Gist var eina nótt í grunnskólanum í Borgarnesi. Á föstudagskvöldinu var farið á ball í félagsmiðstöðinni Óðal en á laugardeginum var farið í sund og hellirinn Víðgemlir skoðaður. Þetta var frábær ferð í alla staði og unglingarnir okkar voru til fyrirmyndar eins og ávallt.Unglingarí Víðigemlir

Landsmót SAMFÉS (Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi) var haldið í Fjarðarbyggð um síðustu helgi og voru 5 unglingar ásamt einum starfsmanni Selsins fulltrúar okkar á Landsmótinu. Tókst það í alla staði mjög vel en þar komu 300 unglingar saman til skrafs og ráðagerðar.Unglingar á ferð í Borgarnesi

Miðvikudaginn 5. október verður opið hús fyrir nemendur 7. bekkjar og fimmtudaginn 6. október n.k. verður nýnemaball. Stefnt er að fjölbreyttri vetrardagskrá. Sjá heimasíðu Selsins www.selid.is til frekari upplýsinga.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?