Fara í efni

Skólaþing á Seltjarnarnesi

Skólaþing verður haldið í Valhúsaskóla miðvikudaginn 12. október kl. 17:15-21:00. Með skólaþinginu vill Seltjarnarnesbær veita íbúum og starfsmönnum bæjarins kost á að taka virkan þátt í stefnumótun fyrir leik- grunn- og tónlistarskóla á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni íbúalýðræði og borgaravitund.

Skólaþing verður haldið í Valhúsaskóla miðvikudaginn 12. október kl. 17:15-21:00.

Dagskrá Pdf skjal 20kb

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - MýrarhúsaskóliMeð skólaþinginu vill Seltjarnarnesbær veita íbúum og starfsmönnum bæjarins kost á að taka virkan þátt í stefnumótun fyrir leik- grunn- og tónlistarskóla á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni íbúalýðræði og borgaravitund.

Vonast er til að foreldrar, stjórnmálamenn, starfsmenn skólaskrifstofu og síðast en ekki síst stjórnendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólanna ásamt öðrum áhugasömum íbúum bæjarins fjölmenni á þingið.

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - MýrarhúsaskóliMenntamálaráðuneytið tekur þátt í verkefni Evrópuráðsins um hvernig megi efla borgaravitund og lýðræði í skóla- og æskulýðsstarfi og beinir þeim tilmælum til leik- grunn- og framhaldsskóla og æskulýðssamtaka að helga þennan dag þessu viðfangsefni.

Skólanefnd þótti við hæfi að gefa bæjarbúum kost á að taka virkan og lifandi þátt í stefnumótun fyrir skólastarf á Seltjarnarnesi.

Að skólaþingi loknu er ráðgert að stofnaður verði vinnuhópur sem vinnur að gerð heildstæðrar skólastefnu fyrir Seltjarnarnes.

Ráðstefnustjóri verður Sigfús Grétarsson skólastjóri

Dagskrá

Kl. 17:15

  • Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri setur þingið.
  • Bjarni Torfi Álfþórsson formaður skólanefndar ræðir um markmið skólaþingsins og þá stefnumótunarvinnu sem framundan er.

Kl. 17:25-17:45

  • Framtíðarsýn-leikskólinn á 21. öldinni. Þórdís Þórðardóttir lektor Kennaraháskóla Íslands.

Kl. 17:45-18:05

  • Framtíðarsýn-grunnskólinn á 21. öldinni. Helgi Grímsson skólastjóri Sjálandsskóla.

Kl. 18:05- 18:25

  • Samstarf skóla – leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli. Þátttaka foreldra í skólastarfi. Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.

Kl. 18:25-19:00 - Matur

Kl. 19:00-20:45

  • Hópvinna: Þátttakendur skrá hugleiðingar um stöðuna eins og hún er í dag, drauma (framtíðarsýn) og leiðir að settum markmiðum. Varpað verður fram spurningum til leiðbeiningar fyrir þátttakendur.
  • Hópstjórar stýra umræðum í hópunum og skrá niðurstöður og skila stuttri greinargerð/niðurstöðum til þinghaldara.

 

Kl. 20:45

  • Samantekt og ráðstefnuslit (Sigfús Grétarsson)

 

Umræðuefni í hópunum: 

  1. Nám og kennsla í leikskóla – framtíðarsýn
  2. Samvinna milli leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla
  3. Nám og kennsla í grunnskóla – framtíðarsýn
  4. Framtíðarsýn Tónlistarskóla Seltjarnarness
  5. Nemendalýðræði
  6. Þátttaka foreldra í skólastarfi
  7. Tómstunda- og íþróttastarf barna og unglinga



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?