Fara í efni

Leikskólabörn heimsækja Mýrarhúsaskóla

Nú standa yfir heimsóknir elstu barnanna í leikskólunum í Mýrarhúsaskóla. Heimsóknirnar eru liður í að skapa betri samfellu og samvinnu á milli skólastiganna.

24.1_2006_018Nú standa yfir heimsóknir elstu barnanna í leikskólunum í Mýrarhúsaskóla. Heimsóknirnar eru liður í að skapa betri samfellu og samvinnu á milli skólastiganna.

Í fyrstu heimsókninni skoða börnin Skólaskjólið og hitta Rut forstöðumann Skjólsins.

Í febrúar skoða þau skólann og fara í danstíma og í maí fá þau að fara í kennslustund í 1. bekk.

Þessar heimsóknir eru afar ánægjulegar og eru leikskólabörnunum mjög mikilvægur liður til að brúa bilið milli skólastiga.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?