Fara í efni

Fjölsóttar kynningar um opið ljósleiðaranet

Alls sóttu rúmlega 200 manns kynningarfundi um opið ljósleiðaranet sem haldnir voru á föstudaginn. Um var að ræða annars vegar morgunverðarfund Viðskiptaráðs Íslands og hins vegar kynningu í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur.

Dolf ZantingeAlls sóttu rúmlega 200 manns kynningarfundi um opið ljósleiðaranet sem haldnir voru á föstudaginn. Um var að ræða annars vegar morgunverðarfund Viðskiptaráðs Íslands og hins vegar kynningu í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur.

Frummælandi fundanna var Dolf Zantinge sem meðal annars er stjórnarformaður fyrirtækisins Unet sem rekur ljósleiðarkerfi í Hollandi. Á síðari kynningunni flutti bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Jónmundur Jónmundur GuðmarssonGuðmarsson, einnig erindi um framtíðarsýn og möguleika bæjarins í tengslum við lagningu ljósleiða á hvert heimili.

Í máli Dolf Zantinge kom meðal annars fram að ljósleiðaravæðing hefur gríðarleg efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðurkennt er að munurinn á ljósleiðara- og koparsamfélagi er eins og munurinn á samfélaginu fyrir og eftir tilkomu járnbrauta og bíla. Með næstum ótakmarkaðri bandvídd ljósleiðaranna opnast möguleikar í menntun, menningu, þjónustu, lífsstíl og afþreyingu sem virðast í dag fjarlægur draumur.

Sjá má upptöku af síðari kynningarfundinum á slóðinni http://straumur.nyherji.is/orka.asp.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?