Klukkan 10:30 í dag fer fram kynning á opnu ljósleiðaraneti í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur. Viðburðurinn verður sendur út á netinu og er hægt að fylgjast með honum með því að smella á þessa slóð: http://straumur.nyherji.is/orka.asp.
Klukkan 10:30 í dag fer fram kynning á opnu ljósleiðaraneti í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur. Viðburðurinn verður sendur út á netinu og er hægt að fylgjast með honum með því að smella á þessa slóð: http://straumur.nyherji.is/orka.asp.
Frummælandi fundarins er Dolf Zantinge en hann er þekktur sérfræðingur í samskiptatækni og stjórnarformaður tæknifyrirtækisins Unet í Hollandi. Unet annast meðal annars rekstur ljósleiðaranetsins í hollensku borginni Almere. Þar búa um 170 þúsund manns og er hvert einasta heimili og fyrirtæki borgarinnar er tengt ljósleiðara. Það hefur stuðlað að hraðri uppbyggingu þekkingarsamfélags og mikils vaxtar borgarinnar í kjölfarið.
Að loknu erindi Dolf Zantinge mun bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Jónmundur Guðmarsson kynna framtíðarsýn Seltjarnarnesbæjar og það markmið bæjarins að vera í fararbroddi sveitarfélaga hvað varðar ljósleiðaratengingar heimila og rafræna stjórnsýslu.
Boðskort og dagskrá kynningar. 80 kb.
Dagskrá
10:30 Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, býður
gesti velkomna.
10:40 Opið ljósleiðaranet – Lífsgæði framtíðarinnar strax í dag
Dolf Zantinge, stjórnarformaður Unet í Hollandi.
11:00 Jónmundur Guðmarsson, bæjarstóri Seltjarnarnesbæjar, fjallar
um framtíðarsýn Seltjarnarnesbæjar.
11:15 Pallborðsumræður – spurningum gesta svarað.
Fundarstjóri:
Jónatan S. Svavarsson, sviðsstjóri Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur