Fara í efni

Athugasemd frá skólaskrifstofu Seltjarnarnesbæjar

Í DV í dag birtist samantekt blaðsins um kostnað í nokkrum sveitarfélögum vegna dagvistargjalda. Þar er að finna rangar upplýsingar um kostnað foreldra á Seltjarnarnesi vegna dvalar á leikskólum bæjarins. Í umræddri samantekt er gjald fyrir 8 tíma dvöl á leikskólum bæjarins sagt nema 30.510 krónum á mánuði og því talið hið hæsta í samanburðinum.

Í DV í dag birtist samantekt blaðsins um kostnað í nokkrum sveitarfélögum vegna dagvistargjalda. Þar er að finna rangar upplýsingar um kostnað foreldra á Seltjarnarnesi vegna dvalar á leikskólum bæjarins.

Í umræddri samantekt er gjald fyrir 8 tíma dvöl á leikskólum bæjarins sagt nema 30.510 krónum á mánuði og því talið hið hæsta í samanburðinum. Þetta er rangt. Hið rétta er að kostnaður foreldra vegna 8 tíma dvalar á leikskólum bæjarins er 28.590 krónur á mánuði eins og m.a. kemur fram á heimasíðu bæjarins.

Leikskólagjöld á Seltjarnarnesi eru því með þeim lægstu umræddum samanburði og fyllilega samkeppnisfær við það sem annarsstaðar gerist. Réttur samanburður á kostnaði í dæmum blaðsins er því:

Fyrir eitt barn í 8 tíma á leikskóla.
Akureyri kr. 20.916
Reykjavík kr. 23.130
Seltjarnarnes kr. 28.590
Mosfellsbær kr. 28.600
Hafnarfjörður kr. 28.860
Kópavogur kr. 29.188
Garðabær kr. 29.590

Tölur fyrir önnur sveitarfélög en Seltjarnarnes eru úr DV, 7.feb.2006




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?