Á fundi með foreldrum nemenda í Valhúsaskóla, þann 25. janúar s.l., kynnti fyrirtækið Rannsókn og greining niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi.
Helstu niðurstöður eru þær að að unglingar á Seltjarnarnesi standa sig vel samanborið við landsmeðaltal og meðaltal höfuðborgarsvæðisins.
Það sem vekur nokkra athygli er að talsverð aukning er á neftóbaksneyslu unglinga á Seltjarnarnesi. Eins er aukning á áfengisneyslu og hassneyslu meðal nemenda í 10 bekk. Er hún nú svipuð landsmeðaltali en var talsvert minni áður. Þetta er vísbending sem þarf að taka alvarlega og minnir okkur á að ekki má sofna á verðinum.
Fram kemur að í 22.5% tilvika þeirra sem neyta áfengis drekka heima hjá öðrum sem gefur tilefni til að minna á að foreldrar verði á verði gagnvart foreldralausum partýum.
Nánari upplýsingar hjá forvarnarfulltrúa Sigrúnu Hv Magnúsdóttur sími 595 9132
Kynning: Vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi - Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 9. og 10. bekk á Seltjarnarnesi vorið 2005. 320 kb.