Fara í efni

Hiti kominn á gervigrasvöll

Nú í byrjun janúar var gengið frá hitalögninni undir gervigrasvellinum og hita hleypt á kerfið. Sérpantaðir forhitarar sem beðið var eftir komu upp úr miðjum desember og var þá hægt að ljúka verkinu. Gervigrasvöllurinn er því orðinn upphitaður sem tryggir að hægt er að spila á honum í nánast hvaða veðri sem er en þess utan er upphitun nauðsynleg til að verja hann skemmdum.

Nú í byrjun janúar var gengið frá hitalögninni undir gervigrasvellinum og hita hleypt á kerfið. Sérpantaðir forhitarar sem beðið var eftir komu upp úr miðjum desember og var þá hægt að ljúka verkinu. Gervigrasvöllurinn er því orðinn upphitaður sem tryggir að hægt er að spila á honum í nánast hvaða veðri sem er en þess utan er upphitun nauðsynleg til að verja hann skemmdum.

Geta má þess að um á hverjum sólarhring þarf 100 - 450 tonn af heitu vatni þarf til hita völlinn upp yfir vetrarmánuðina en notkunin sveiflast mikið eftir veðri. Algengt er að einbýlishús á Seltjarnarnesi noti um 3 - 4 tonn á sólarhring þannig að vatnið sem fer í upphitun vallarins samsvarar heitavatnsnotkun um 25 - 115 einbýlishúsa á Seltjarnarnesi á sólarhring.

Gervigrasvöllur




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?