Fara í efni

Grænfáninn dreginn að húni á Seltjarnarnesi í annað sinn

Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi fékk þann 1. desember afhentan Grænfánann í annað sinn vegna öflugs starfs í þágu umhverfisverndar og umhverfismenntar. Grænfáninn er afhentur til tveggja ára í senn en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

Grænfáni dregin að hún við MánabrekkuLeikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi fékk þann 1. desember afhentan Grænfánann í annað sinn vegna öflugs starfs í þágu umhverfisverndar og umhverfismenntar. Grænfáninn er afhentur til tveggja ára í senn en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

Markmiðið með grænfánaverkefninu er þannig meðal annars að bæta umhverfi skólans og minnka úrgang og notkun á vatni og orku, að auka umhverfisvitund með menntun, efla alþjóðlega samkennd og tengja skólann við samfélag sitt og almenning.

Mánabrekka var fjórði leikskólinn á Íslandi sem hlaut Grænfánann en umhverfismennt hefur verið uppeldisstefna leikskólans frá upphafi skólans, árið 1996. Nú er leikskólinn einn af 8 leikskólum og 15 grunnskólum landsins sem skarta fánanum. Nánari upplýsingar um Grænfánann má fá á slóðinni http://www.landvernd.is/graenfaninn/ og heimasíða Mánabrekku er á slóðinni /manabrekka.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?