Fara í efni

Útsvar á Seltjarnarnesi lækkar um 2% á næsta ári

Álagningarstuðull útsvars á Seltjarnarnesi lækkar úr 12,35% í 12,10% fyrsta janúar næstkomandi samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, en fjárhagsáætlun ársins 2008 var afgreidd á fundi hennar í gær.

Álagningarstuðull útsvars á Seltjarnarnesi lækkar úr 12,35% í 12,10% fyrsta janúar næstkomandi  samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, en fjárhagsáætlun ársins 2008 var afgreidd á fundi hennar í gær.

Álagningarstuðull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði (A- hluta) árið 2008 lækkar einnig úr 0,24% í 0,2% frá og með 1. janúar 2008, álagningarstuðull vatnsskatts lækkar úr 0,115% í 0,10% og álagningarstuðull fráveitugjalds verður 0,097% af fasteignamati frá og með 1. janúar 2008, hið lægsta á höfuðborgarsvæðinu. 

Eftir ofangreinda breytingu verða allir gjaldastuðlar fasteignagjalda auk útsvars þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu sem í senn endurspeglar sterka fjárhagslega stöðu Seltjarnarnesbæjar og vilja bæjaryfirvalda til að láta skattgreiðendur njóta traustrar stöðu og hagfellds rekstrar bæjarsjóðs með lækkun gjalda


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?