Fara í efni

Enn lækka fasteignagjöld á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn hefur ákveðið að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og vatnsskatt enn frekar en ráð var fyrir gert við afgreiðslu fjárhagsáætlunar undir lok síðast árs. Fasteignskattur íbúðarhúsnæðis lækkar því um úr 0,24% í 0,18% af fasteigmati á milli ára eða um 25% frá og með 1. janúar 2008.

Bæjarstjórn hefur ákveðið að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og vatnsskatt enn frekar en ráð var fyrir gert við afgreiðslu fjárhagsáætlunar undir lok síðast árs. Fasteignskattur íbúðarhúsnæðis lækkar því um úr 0,24% í 0,18% af fasteigmati á milli ára eða um 25% frá og með 1. janúar 2008. Jafnframt lækkar álagningarstuðull vatnsskatts úr 0,115% í 0,09% af fasteignamati.  Lækkanir þessar endurspegla enn frekar þá stefnu bæjaryfirvalda að koma til móts við skattgreiðendur í ljósi hækkandi fasteignamats og er jafnframt ætlað að undirstrika mikilvægi skattalækkana í þeim kjaraviðræðum sem nú fara í hönd. 

20% hækkun á afslætti aldraðra og öryrkja

Þá samþykkti bæjarstjórn að sérstaklega verði komið móts við fasteignaeigendur í hópi aldraðra og öryrkja með 20% hækkun tekjuviðmiðs á afslætti vegna fasteignaskatts. Aukin afsláttur nú kemur til viðbótar 20% hækkun afsláttar sem ákveðin var á síðasta ári. Er það liður í að bæta aðstæður og kjör þessa hóps í bæjarfélaginu sérstaklega.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verðmæti fasteigna á Seltjarnarnesi hækkað verulega síðustu misseri eins og á landinu öllu. Um áramótin 2007-2008 tók gildi nýtt fasteignamat frá Fasteignamati Ríkisins sem kveður m.a. á um 16% hækkun íbúaðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi.  Brugðist var við þessari hækkun að verulegu leyti í fjárhagsáætlun ársins 2008 með lækkun fasteignaskatts, vatnsskatts í desember.  Hækkun fasteignamats umfram forsendur fjárhagsáætlunar hefur þó í för með sér hækkun á útgjöldum heimilanna á Seltjarnarnesi vegna fasteignagjalda eins og annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu. 

Í ljósi þeirrar áherslu sem lögð hefur verið af bæjaryfirvöldum á lágar opinberar álögur er nú komið til móts við íbúa og skattgreiðendur á Seltjarnarnesi með meiri lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda en ráð var fyrir gert. Fasteignatengdar álögur á Seltjarnarnesi eru þegar þær lægstu á höfuðborgarsvæðinu.

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?