Starfsfólk, foreldrar og börn í leikskólum Seltjarnarness stóðu fyrir söfnun á værðarvoðum/teppum (ullar- og flísteppum) handa fjölskyldum í Malaví. Söfnunin stóð í eina viku frá 26. – 30. nóvember og safnaðist mikið magn af værðarvoðum.
Starfsfólk, foreldrar og börn í leikskólum Seltjarnarness stóðu fyrir söfnun á værðarvoðum/teppum (ullar- og flísteppum) handa fjölskyldum í Malaví.
Söfnunin stóð í eina viku frá 26. – 30. nóvember og safnaðist mikið magn af værðarvoðum.
Söfnunin var í samstarfi við Rauða kross Íslands og kom fulltrúi frá Rauða krossinum í heimsókn í leikskólana og tók á móti gjöfinni. Hann sagði börnunum frá starfi Rauða krossins og frá börnunum í Malaví og fjölskyldum þeirra.
DHL flutningar munu leggja málinu lið með flutningi á teppunum til Malaví.
Örn fulltrúi frá Rauða krossi Íslands tekur við gjöfinni frá leikskólabörnunum.