Fara í efni

Hugmyndaþing um skipulag Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða

Þessa dagana er að hefjast vinna við heildarskipulag svæðisins vestan núverandi byggðar á Seltjarnarnesi, sem meðal annars nær yfir Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða.

Þessa dagana er að hefjast vinna við heildarskipulag svæðisins vestan núverandi byggðar á Seltjarnarnesi, sem meðal annars nær yfir Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða. Markmiðið með skipulagsvinnunni er að móta heildstæða framtíðarsýn sem byggir á stefnu þeirri sem sett er fram í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.

Vestursvæði, Grótta og Suðurnes

Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að efna til hugmyndaþings sem haldið verður í Lyfjafræðisafninu við Neströð á Seltjarnarnesi milli kl. 10 og 12 laugardaginn 24. nóvember, 2007.

Tilgangur þingsins er að kynna skipulagsvinnuna sem er að hefjast og kalla eftir hugmyndum íbúa um framtíðar skipulag umrædds svæðis.

Dagskrá þingsins verður sem hér segir

Kl. 10:00    Kynning á skipulagsvinnunni og stefnu bæjaryfirvalda
                    
Erindi um náttúrufar svæðisins                                          
                     Erindi um sögu svæðisins                                  

Kl. 10:40     Kaffihlé

Kl. 11:00     Umræðuhópar

Kl. 12:00     Þingi slitið


Seltirningar eru hvattir til að mæta og taka þátt í að móta skipulag Vestursvæðisins




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?