Öllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi hefur frá og með haustinu staðið til boða 25 þúsund króna tómstundastyrkur til niðurgreiðslu á gjöldum í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Styrkirnir eru greiddir eftir á og því verða fyrstu greiðslurnar vegna þeirra greiddar út í byrjun janúar.
Meginmarkmið tómstundastyrkjanna er að öll börn og ungmenni á Seltjarnarnesi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.
Með tómstundastyrkjunum er einnig stuðlað að valfrelsi, jafnrétti og fjölbreytni á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Vonast er til að frístundakortin komi til með að auka þátttöku í skipulögðu íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi og verði hvati fyrir þau börn sem ekki hafa tekið þátt í slíku starfi, að nýta tómstundastyrkina sína til að taka þátt.
Sjá nánar auglýsingu: Skil á umsóknum um tómstundastyrki fyrir 31. desember 2007