Starfshópurinn kemur saman einu sinni í mánuði
Starfshópur um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi til almannaheilla hefur nú starfað á fjórða mánuð. Hópurinn hefur verið stækkaður og skipa hann nú auk fagfólks sem starfar hjá Seltjarnarnesbæ hjúkrunarfræðingar Grunnskólans.
Starfshópurinn kemur saman einu sinni í mánuði og fer þá m.a. yfir breytingar á atvinnuleysistölum, fjölda eineltismála, ásækni í félagsþjónustu, líðan barna, högum aldraðra, högum fatlaðra, hegðun hópa, aðsókn að leikskólum t.d. fjölda umsókna eða fjölda uppsagna á plássum, aðsókn að tómstundastarfi þ.m.t. tónlistarskóla, mataráskrift í grunnskóla og aðsókn að dagforeldraplássum. Fundargerðir starfshópsins eru lagðar fram og kynntar á fundum framkvæmdastjóra sviða bæjarins.
Enga merkjanlega breytingu er að sjá á þjónustunýtingu vegna barna s.s. fjöldi skólamáltíða, leikskólaplássa og fjöldi plássa í Skjólaskjóli. Bæjarbúar virðast nýta alla þá þjónustu sem er í boði fyrir börn sem er vissulega jákvætt.
Vilji bæjarbúar koma einhverju á framfæri við hópinn er þeim velkomið að hafa samband við undirritaða á bæjarskrifstofum Seltjarnarness.
Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi