Fara í efni

Ferðafagnaður í Nesstofu, Lyfjafræðisafninu og gönguferð í Gróttu

Seltjarnarnesbær tók þátt í Ferðafagnaði sem er samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Suðvesturhorni landsins og er ætlað að kynna þá ferðaþjónustu og afþreyingu sem er í boði fyrir ferðamenn ekki síst íslenska ferðamenn.

NesstofaSeltjarnarnesbær tók þátt í Ferðafagnaði sem er samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Suðvesturhorni landsins og er ætlað að kynna þá ferðaþjónustu og afþreyingu sem er í boði fyrir ferðamenn ekki síst íslenska ferðamenn.

Á Seltjarnarnesi  var lögð áhersla á að kynna safnasvæðið í Nesi. Var margt um manninn sem hafði áhuga á að kynna sér framtíðarhugmyndir um safnasvæðið og uppbyggingu Lækningaminjasafns Íslands. Bauð safnstjóri LÍ, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir upp á leiðsögn um nýuppgerða Nesstofu og þáðu gestir veitingar að lokinni leiðsögn.

Gestir gengu einnig um safnasvæðið og skoðuðu meðal annars þá jarðvinnu sem unnin hefur verið vegna byggingar á safnhúsi Lækningaminjasafns Íslands sem kemur til með að rísa við hlið Nesstofu.

Þá var Lyfjafræðisafn Lyfjafræðingafélagsins opið og bauð Leiðsögumannaskóli Íslands upp á göngu með leiðsögn frá safnasvæðinu út í Gróttu.

Var stemmningin hin besta og margir litu við til að kynna sér Nesstofu, Lyfjafræðisafnið og framtíð safnasvæðisins sem verður sannkölluð rós í hnappagat Seltirninga.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?