Fara í efni

Guðlaugssund í sundlaug Seltjarnarness

Guðlaugssund var háð í sundlaug Seltjarnarness eins og undanfarin ár.  Frumkvöðull þessarar uppákomu er Kristján Gíslason ...

Guðlaugssund var háð í sundlaug Seltjarnarness eins og undanfarin ár.  Frumkvöðull þessarar uppákomu er Kristján Gíslason sem synt hefur þessa 6 kílómetra til minningar um frækið sundafrek Guðlaugs Friðþórssonar er bátur hans sökk undan ströndum Vestmannaeyja.

Kristján hefur oftast synt einn en nú fékk hann með sér hóp manna sem bæði syntu sömu vegalengd eða skiptu henni með sér.  Ekki skemmdi fyrir að veðrið lék við mannskapinn og það var fín stemning í lauginni og kátt á hjalla.

Gudlaugssund

Kristján er þriðji frá hægri á myndinni með sundköppunum.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?